Um Buffalo fatnað

Buffalo er breskt fyrirtæki, staðsett í Sheffield þar sem hönnuðir og starfsmenn á saumastofu Buffalo vinna saman að því að þróa og framleiða útivistarfatnað í hæsta gæðaflokki.

Buffalo fatnaður hefur verið framleiddur í yfir 30 ár og er notaður af björgunarsveitum, strandgæslu og lögreglu víða í Evrópu og þá er Buffalo einnig notaður af sérsveitum breska hersins. Buffalo er slitsterkur, með frábæra öndun og mikið einangrunargildi sem heldur sér þó að flíkin blotni.

Buffalofatnaður er saumaður eftir pöntun og þá er hægt að fá ýmsar sérlausnir s.s. lengri ermar, gera jakkana víðari yfir brjóst og axlir, lengri skálmar o.s.frv.


Buffalo DP kerfið - hvaða filma/skel og einangrun er notuð og hvernig virkar þetta?

Til að líða vel við mismunandi aðstæður, t.d. á fjöllum þurfum við að vera þurr og okkur á að vera hlýtt. Grunnhugmynd Buffalo DP kerfisins er að tryggja að þeim sem nota Buffalo DP kerfið líði vel þrátt fyrir óblíð náttúruöflin.

Raki veldur því að okkur getur orðið kalt – því þarf að hindra að regn komist inn um leið og sviti þarf að eiga greiða leið frá líkamanum og út. Þetta er kannski mikilvægast eiginleiki útivistarfatnaðar.

Einangrunin sem notuð er í Buffalo tekur svita frá líkamanum að efninu/filmunni þar sem hann fer í gegnum filmuna og gufar upp. Efnið/filman í Buffalo er þéttofið en tryggir á sama tíma að rakinn/sviti berst auðveldlega í gegnum efnið á yfirborð þess þar sem svitinn gufar upp.

Einangrunin/fóðrið inniheldur loftlag sem líkaminn hitar síðan –til að tempra hita og koma í veg fyrir að ofhitna er einfalt að nota t.d. rennilása á hliðunum á stökkunum og kæla líkamann.


Buffalo - saumað í Sheffield

Hjá Buffalo eru menn kannski þrjóskir, en málamiðlanir koma ekki til greina þegar verið er að hanna og framleiða útivistarfatnað.

Við framleiðslu á Buffalo er ávalt leitast við að nota þau efni sem uppfylla kröfur Buffalo um góða öndun, einangrunargildi og endingu. 

Buffalo útivistarfatnaður er hannaður með notagildi í huga, ekki tískustrauma. Hönnun Buffalo tekur mið af því að fatnaðurinn nýtist sem best við sem verstar aðstæður. 

Á sama tíma eru hönnuðir Buffalo ófeimnir við að leita nýrra leiða til að endurbæta fatnaðinn enn frekar, en breytingar ná aðeins í gegn þegar það er ljóst að þær eru til bóta fyrir ná sem eru að nota Buffalo, ekki vegna þess að það sé nýjasta tíska. Buffalo á tryggja að okkur sé hlýtt og líði eins vel og kostur er á fjöllum.

Buffalo er framleitt í Sheffield á Englandi og því einfalt að hafa eftirlit með og tryggja að gæði framleiðslunnar standist ýtrustu kröfur og aðbúnaður þeirra sem vinna hjá Buffalo sé eins og best verður á kosið. Vöruþróun, hönnun, prófun, framleiðsla og gæðaeftirlit fer því fram á einum stað og hægt að fylgja vörunni eftir í gegnum allt þróunar og framleiðsluferlið.